Stefnumótun, markmiðasetning, mat á tækifærum og ógnum, staðlaðir verkferlar, eftirlit með gæðum, meðhöndlun kvartana og ársskýrslugerð eru sjálfsagðir hlutir í rekstri fyrirtækja.
Gæðakerfi byggist á því að þessir þættir eru staðlaðir og endurskoðaðir reglulega til aukins gagns og gæða. Það felur einnig í sér að lögum sé fylgt og öðrum skuldbindingum sem eigendur og stjórnendur fyrirtækisins undirgangast í rekstri þess.
Vottað gæðakerfi hefur staðfestingu frá viðurkenndum aðila á því að stefnu og verkferlum sé fylgt og byggir þannig upp traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Vottunarúttektir gefa gott aðhald og styðja við uppbyggingu og umbætur í rekstri fyrirtækja.