Hvað er gæðakerfi?

Stefnumótun, markmiðasetning, mat á tækifærum og ógnum, staðlaðir verkferlar, eftirlit með gæðum, meðhöndlun kvartana og ársskýrslugerð eru sjálfsagðir hlutir í rekstri fyrirtækja.

Gæðakerfi byggist á því að þessir þættir eru staðlaðir og endurskoðaðir reglulega til aukins gagns og gæða.   Það felur einnig í sér að lögum sé fylgt og öðrum skuldbindingum sem eigendur og stjórnendur fyrirtækisins undirgangast í rekstri þess.

Vottað gæðakerfi hefur staðfestingu frá viðurkenndum aðila á því að stefnu og verkferlum sé fylgt og byggir þannig upp traust viðskiptavina til fyrirtækisins.  Vottunarúttektir gefa gott aðhald og styðja við uppbyggingu og umbætur í rekstri fyrirtækja.

Að undirbúa starfsleyfi

Innra eftirlit eru þær kröfur sem matvælalöggjöfin gerir til fyrirtækja sem höndla með matvæli.

Innra eftirliti er skipt í þrjá áhættuflokka þar sem flokkur 1 felur í sér minnsta áhættu og þar nægir að gera munnlega grein fyrir því hvernig góðum starfsháttum er fylgt. Þó þarf að skrá niður eftirlit með kælum og frystum og afgreiðlsu frávika.  Í flokki 2 er krafa um skriflega verkferla og skráningar á öllum þáttum innra eftirlits.  Í flokki 3 er krafa um HACCP umfram kröfur sem gerðar eru til 2. flokks.

Hér má sá dæmi um hvernig fyrirtæki eru flokkuð í þessa þrjá flokka:

1

Heildsala, smásala, söluturnar, vínbúðir, krár, apótek, ávaxta og grænmetissala.

2

Verslanir með kjötborð og sjálfafgreiðlsubari, fiskbúð, bakarí, mötuneyti, veitingastaðir, frystigeymslur, skolun, skurður og pökkun á grænmeti. Litlar einfaldar matvælavinnslur.

3

Framleiðsla matvæla svo sem sláturhús, kjötvinnslur, mjólkurstöðvar, ostagerð, ísgerð, fiskvinnslur, framleiðsla tilbúinna rétta og gosdrykkja. Mötuneyti fyrir viðkvæma hópa og sem dreifa frá sér mat.

Nánari upplýsingar um innra eftirlit má nálgast á vef Matvælastofnunar, mast.is.

Gæðakerfi - ISO 9001

Gæðastjórnunarkerfi skv. ISO9001 er val hvers fyrirtækis og félags. Aðferðarfræðin hefur alþjóðlega viðurkenningu og nýtist félögum sem stefna að vottaðri framleiðslu hvort sem það eru vörur eða þjónusta.

Með aðferðum gæðastýringar er unnið út frá stefnu fyrirtækisins.  Skipulag, áætlanir og verkferlar miða að því að uppfylla stefnuna.  Reglulega er fylgst með árangri í starfseminni og lærdómur dregin af því sem út af ber.  Áhersla er lögð á að standa við skuldbindingar og finna leiðir til umbóta.

  • Gæðastýring er öguð aðferð við að ná fram gæðum sem stefnt er að.
  • Gæðastýring gefur góða yfirsýn yfir reksturinn.
  • Gæðastýring byggir hugvit og reynslu inn í ferla.
  • Gæðastýring er nauðsynleg ef fara á fram á vottun á gæðakröfum.

Er þetta eitthvað fyrir þig?

Það kostar ekkert að hafa samband og fá meiri upplýsingar í síma 655 4639 eða netfangið elfa@gagnsja.is.

 

Þjónusta Gagnsjár felur í sér:

Uppsetning skjala – Stöðluð gæðahandbók aðlöguð rekstri hvers fyrirtækis.

Innleiðing  – fræðsla og reglubundið eftirlit með verkferlum í ár eftir að gæðakerfið hefur verið settt upp sem er sá tími sem tekur að fara einu sinni í gegnum verkferla og endurskoða þá.  Reiknað er með mánaðarlegum heimsóknum og skýrslugerð að lokinni hverri heimsókn, gerð innri úttektar á gæðakerfi og þátttöku í gerð ársskýrslu og uppfærslu á gæðaskjölum.

Eftirfylgni – Reglubundið eftirlit annanhvern mánuð og skýrslugerð, árlegar innri úttektir og þátttaka í gerð ársskýrslu og uppfærslu á gæðaskjölum.

Námskeið, þrifaeftirlit og úttektir samkvæmt samkomulagi í hvert sinn.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Með reglulegu millibili sendum við fréttir af því nýjasta sem er að gerast í málefnum tengdum gæðaeftirliti og gæðakerfum. Þú mátt því eiga von á fréttum og skemmtilegum fróðleiksmolum.